fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Casemiro elskaði „litla gaurinn“ hjá Manchester United

Victor Pálsson
Sunnudaginn 4. september 2022 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Casemiro, leikmaður Manchester United, var alltaf mikill aðdáandi miðjumannsins Paul Scholes.

Scholes er einn besti miðjumaður í sögu Man Utd og er í guðatölu hjá flestum ef ekki öllum stuðningsmönnum félagsins.

Casemiro fylgdist með enska boltanum er hann var yngri og leit upp til Englendingsins sem og Zinedine Zidane sem lék með Real Madrid og þjálfaði hann einnig hjá félaginu.

Casemiro gekk í raðir Man Utd frá einmitt Real á dögunum og kostar um 70 milljónir punda.

,,Þegar kemur að fyrirmyndum á miðjunni þá var það Zinedine Zidane en hjá Manchester United var það alltaf Paul Scholes,“ sagði Casemiro.

,,Litli gaurinn [Scholes] var mjög góður og það sem ég elskaði við hann er að hann var smávaxinn en var samt sem áður harður af sér og sanngjarn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið