Fram 2 – 2 KA
1-0 Fred Saraiva(’55)
2-0 Fred Saraiva(’70)
2-1 Gaber Dobrovoljc(’91)
2-2 Jakob Snær Árnason(’94)
KA tókst á ótrúlegan hátt að ná í stig í Bestu deild karla í dag er liðið mætti Fram á útivelli.
Fram virtist ætla að taka þrjú nokkuð þægileg stig úr þessum leik en eftir venjulegan leiktíma var staðan 2-0.
Fred Saraiva hafði skorað bæði mörk Fram í seinni hálfleik á 55. mínútu og svo þeirri 70.
Gaber Dobrovoljc klóraði í bakkann fyrir KA á 91. mínútu og héldu flestir að um sárabótamark væri að ræða.
Jakob Snær Árnason jafnaði hins vegar metin fyrir KA þremur mínútum síðar og mögnuð endurkoma í boði í uppbótartíma.
KA er nú átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks á meðan Fram situr í sjöunda sætinu með 24 stig.