Bernardo Silva, leikmaður Manchester City, hefur staðfest það að hann hafi fengið möguleika á að yfirgefa félagið rétt fyrir gluggalok.
Eitt tilboð barst í Bernardo í sumar og er ansi líklegt að það hafi verið frá Barcelona og mögulega Paris Saint-Germain.
Bernardo var orðaður við Börsunga í allt sumar en ákvað að lokum að halda sig í Manchester þar sem hann kveðst vera ánægður.
,,Þetta er eitt af þremur bestu liðum heims svo ég gæti örugglega ekki verið á betri stað,“ sagði Bernardo.
,,Þetta er félag sem ég vil spila fyrir og ég er ánægður. Þetta var ekki erfið ákvörðunm því það bárust engin tilboð, það kom eitt frá einu liði en ekki meira en það.“
,,Þess vegna var þetta nokkuð auðvelt val fyrir mig því þetta tilboð kom svo seint inn og að leysa mig af hólmi væri erfitt.“