Sergino Dest segir að það hafi verið auðveld ákvörðun fyrir hann á fimmtudag að ganga í raðir AC Milan.
Dest skrifaði undir lánssammning við Milan út tímabilið en hann er samningsbundinn Barcelona en var ekki inni í myndinni á Nou Camp.
Dest er mikið að hugsa út í HM sem fer fram undir lok árs en hann er landsliðsmaður Bandaríkjanna og vill ekki missa af því móti.
,,Ég þarf að fá mínútur fyrir HM. Ég þarf að fá að spila, ekki bara fyrir HM heldur vil ég bara fá að spila leikinn,“ sagði Dest.
,,Þeir gáfu mér frábært tækifæri svo ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um. Ég hugsaði að ég þyrfti að fá að spila og að ég þyrfti að taka þessu tækifæri.“
,,Þetta var auðveld ákvörðun fyrir mig. Allt gerðist mjög fljótt, kannski á einum degi. Ég þurfti að taka þessa ákvörðun mjög fljótt og breyta mínu lífi, að semja við annað félag og búa í öðruvísi menningu.“
,,Ég elska þetta félag og þetta er félag sem ég vildi spila fyrir þegar ég var yngri. Þetta er gott skref fyrir mig og tækifæri á að spila á ný.“