Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, ku vera mjög ósáttur við það að hafa ekki verið seldur í sumarglugganum.
Pulisic ræddi við Chelsea um eigin framtíð fyrr í sumar og var þar tjáð að hann ætti ekki fast sæti í byrjunarliðinu.
Þessi 23 ára gamli leikmaður vildi komast burt í glugganum en Chelsea var ekki á því máli að selja.
Miðað við fregnir í Bandaríkjunum er það ákvörðun sem Pulisic er ekki sáttur við en hann byrjaði þó loksins leik í dag gegn West Ham.
Manchester United var orðað við Pulisic undir lok gluggans áður en félagið samdi við Antony frá Ajax.
Chelsea vildi hins vegar halda Bandaríkjamanninum upp á breiddina eftir að hafa losað Timo Werner, Romelu Lukaku og Callum Hudson-Odoi í sumar.