Marcelo, goðsögn Real Madrid, hefur skrifað undir endanlegan samning við Olympiakos í Grikklandi.
Marcelo kemur til Grikklands á frjálsri sölu en samningur hans við Real rann út eftir síðasta tímabil.
Marcelo skrifar undir eins árs langan samning við Olympiakos og er möguleiki um að framlengja þann samning um eitt ár.
Um er að ræða einn besta bakvörð heims til margra ára en hann lék með Real í 15 ár við mjög góðan orðstír.
Marcelo er 34 ára gamall og á að baki 54 landsleiki fyrir Brasilíu.
Ögmundur Kristinsson er einn af markmönnum Olympiakos er að fá þarna gríðarlega spennandi liðsstyrk.