Það var gríðarlegt fjör á Selfossi í Lengjudeildinni í dag er Grindavík kom í heimsókn í 20. umferð sumarsins.
Selfoss hafði betur í þessum leik með fimm mörkum gegn þremur þar sem mörkunum rigndi með stuttu millibili.
Staðan var 3-2 fyrir Grindavík er 54 mínútur voru komnar á klukkuna en Selfyssingar áttu eftir að bæta við þremur mörkum fyrir leikslok.
Þór vann á sama tíma lið Þróttar Vogum 2-0 þar sem Bjarni Guðjón Brynjólfsson gerði bæði mörkin.
Þróttur er fallið í 2. deildina líkt og KV sem gerði 1-1 jafntefli við Vestra einnig í dag.
Selfoss 5 – 3 Grindavík
1-0 Adam Örn Sveinbjörnsson (‘2)
1-1 Símon Logi Thasaphong (’23)
2-1 Guðmundur Tyrfingsson (’26, víti)
2-2 Aron Jóhannsson (’35)
2-3 Guðjón Pétur Lýðsson (’54)
3-3 Gonzalo Zamorano (’57)
4-3 Ingvi Rafn Óskarsson (’61)
5-3 Þorlákur Breki Þ. Baxter (’89)
Þróttur V. 0 – 2 Þór
0-1 Bjarni Guðjón Brynjólfsson (‘4)
0-2 Bjarni Guðjón Brynjólfsson (’38)
KV 1 – 1 Vestri
1-0 Bele Alomerovic (’74)
1-1 Elmar Atli Garðarsson (’79)