Declan Rice, leikmaður West Ham, gæti átt yfir höfði sér refsingu eftir Twitter færslu í kvöld.
Rice tjáði sig þar eftir leik við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni sem tapaðist 2-1 á Stamford Bridge.
West Ham jafnaði metin þegar örfáar mínútur voru eftir en VAR ákvað að dæma það ógilt.
Andy Madley, dómari leiksins ákvað það að Jarrod Bowen hafi brotið á markmanni Chelsea, Edouard Mendy, sem nýtti tækifærið og gerði sér í raun upp meiðsli.
Margir hafa gagnrýnt þennan VAR dóm og þar á meðal fyrirliði West Ham eins og má sjá hér.
That’s up there with one of the worst VAR decisions made since it’s come into the game. Shambles 😂
— Declan Rice (@_DeclanRice) September 3, 2022