fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Bjóst sjálfur við að enda hjá Manchester United í sumar

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. september 2022 16:22

Cody Gakpo. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cody Gakpo, leikmaður PSV Eindhoven, bjóst um tíma við því að hann gæti verið á leiðinni til Manchester United í sumar.

Gakpo segir sjálfur frá þessu en hann var orðaður við enska stórliðið í dágóðan tíma fyrir gluggalok.

Þessi 23 ára gamli leikmaður hefur staðfest áhuga frá Man Utd en ekkert varð að skiptunum að lokum og samdi Man Utd frekar við Antony, leikmann Ajax.

,,Í byrjun gluggans þá sýndi United áhuga en hann var ekki það mikill svo ég þurfti að bíða,“ sagði Gakpo.

,,Undir lok gluggans varð áhuginn sterkari og ég byrjaði að hugsa að þetta gæti orðið að veruleika. Í síðustu viku þá byrjaði áhuginn hins vegar að dafna og ég hugsaði með mér hvort þetta væri rétt skref.“

,,Ég ræddi við önnur félög, önnur félög í ensku úrvalsdeildinni sem gætu verið gott skref en það eru fleiri hlutir til að íhuga eins og HM.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið