Ross Barkley gæti verið að semja við nýtt lið sem spilar í ensku úrvalsdeildinni ef marka má frétt the Daily Mail.
Barkley er án félags þessa stundina en hann hefur yfirgefið Chelsea eftir ansi misheppnaða dvöl í London.
Barkley var á sínum tíma talinn gríðarlega efnilegur leikmaður hjá Everton en hlutirnir gengu alls ekki upp hjá Chelsea.
Nú er Southampton sagt vera í bílstjórasætinu um Barkley en félög mega enn semja við leikmenn sem eru án félags.
Barkley er 28 ára gamall og er mögulega á leið á St. Mary’s en ljóst er að launapakki hans er ekki ódýr.
Barkley þénaði 200 þúsund pund á viku hjá Chelsea en hann gekk í raðir liðsins frá Everton fyrir fjórum árum síðan.