Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur staðfest það að félagið hafi reynt að næla í leikmenn fyrir gluggalok sem voru á fimmtudag.
Arsenal reyndi að fá Douglas Luiz í sínar raðir frá Aston Villa en án árangurs þar sem tilboðum félagsins var hafnað.
Arsenal þurfti að bregðast við á síðustu stundu í glugganum eftir að meiðsli komu upp í herbúðum félagsins.
Arteta hefur staðfest það að Arsenal hafi reynt við leikmenn á gluggadeginum en það bar ekki árangur að lokum.
,,Það var mikið sem við þurftum ennþá að gera við hópinn. Félagið hefur gert frábæra hluti í að ná í þá leikmenn sem við vildum fá,“ sagði Arteta.
,,Því miður á síðustu 72 tímum hafa Thomas Partey og Mo Elneny meiðst og við þurftum að bregðast við á markaðnum. Við reyndum að fá þá leikmenn sem við töldum henta en okkur tókst það ekki.“