Sindri og Dalvík/Reynir eru enn í bílstjórasætunum um að komast upp í 2. deild karla í sumar þegar tvær umferðir eru eftir.
Sindri vann lið KH 3-2 í dag og vann Dalvík/Reynir lið Elliða með sömu markatölu á heimavelli.
Dalvík/Reynir er á toppnum með 43 stig, tveimur stigum á undan Sindra sem er í öðru sætinu.
KH er á leið niður um deild eftir tapið en liðið er sex stigum frá öruggu sæti þegar sex stig eru eftir í boði.
KH er hins vegar með mun verri markatölu en ÍH sem er í 10. sætinu og á í raun enga möguleika á að halda sér uppi.
Hér má sjá úrslitin í dag.
Sindri 3 – 2 KH
1-0 Kristinn Justiniano Snjólfsson
2-0 Abdul Bangura
2-1 Victor Páll Sigurðsson
2-2 Victor Páll Sigurðsson
3-2 Ivan Eres
Dalvík/Reynir 3 – 2 Elliði
0-1 Kári Sigfússon
1-1 Borja Lopez Laguna
2-1 Malakai McKenzie
3-1 Viktor Daði Sævaldsson
3-2 Kári Sigfússon
KFS 1 – 6 Augnablik
0-1 Daníel Smári Hlynsson
0-2 Daníel Smári Hlynsson
0-3 Tómas Bjarki Jónsson
0-4 Bjarni Þór Hafstein
0-5 Arnar Laufdal Arnarsson
0-6 Hrannar Bogi Jónsson
1-6 Magnús Sigurnýjas Magnússon
Víðir 2 – 3 ÍH
1-0 Jóhann Þór Arnarsson
1-1 Tristan Snær Daníelsson
1-2 Dagur Traustason
2-2 Andri Fannar Freysson
2-3 Dagur Traustason
Kormákur/Hvöt 0 – 4 KFG
0-1 Ólafur Bjarni Hákonarson
0-2 Birgir Ólafur Helgason
0-3 Jóhann Ólafur Jóhannsson
0-4 Sigurður Gunnar Jónsson