Leeds United styrkti sig á lokadegi gluggans í gær er liðið fékk til sín sóknarmanninn Wilfried Gnonto.
Willy Gnonto eins og hann er yfirleitt kallaður er 18 ára gamall og þykir gríðarlegt efni.
Ítalskir miðlar hafa fjallað um Gnonto og segja hann vera einn fljótasta leikmann Evrópu.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Gnonto spilað 74 leiki fyrir Zurich í meistaraflokki og skorað í þeim níu mörk.
Ekkii nóg með það heldur hefur Gnonto spilað fjóra A landsleiki fyrir Ítalíu og skorað í þeim eitt mark.
Margir búast við miklu af þessum hæfileikaríka leikmanni sem skrifaði undir fimm ára samning.