Foreldrar leikmanna hjá barnaliði nokkru í Nottingham eru brjálaðir eftir að veitingastaðurinn Hooters gerðist styrktaraðili liðsins.
Hooters er bandarísk keðja sem er þekkt fyrir að vera með léttklæddar þjónustustúlkur að afgreiða í búningum sem mörgum þykir óviðeigandi að bendla við barnalið.
„Af hverju er Hooters að kyngera börnin og hver leyfði þeim það,“ skrifaði einn netverji.
„Þeir eru ekki orðnir tíu ára. Þetta er rangt á svo marga vegu,“ skrifaði annar.
Það er veitingastaður Hooters í Nottingham sem styrkir liðið. Enska götublaðið The Sun hafði samband við forráðamenn staðarins en fékk engin svör.
Hér má sjá tvær afgreiðslustúlkur á Hooters með drengjunum.