Mathys Tel varð á miðvikudag yngsti markaskorari í sögu Bayern Munchen er liðið vann Viktoria Köln í þýska bikarnum.
Tel er talinn gríðarlegt efni en hann kom til Bayern frá Rennes í Frakklandi í júlí á þessu ári.
Um er að ræða aðeins 17 ára gamlan leikmann sem skoraði annað mark Bayern í 5-0 sigri í bikarnum.
Líklegt er að Tel muni fá að spila leiki hér og þar með Bayern í vetur en hann var ekki lánaður annað í sumarglugganum.
Tel spilaði sjö leiki fyrir aðallið Rennes í Ligue 1 á síðustu leiktíð en tókst ekki að skora mark.