Phil Foden vann fallegt góðverk á miðvikudag þegar hann bauð eldri manni sem þjáist af heilabilun að sitja í boxi sínu á leik Manchester City gegn Nottingham Forest.
City vann leikinn 6-0, þar sem Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði þrennu.
Barbabarn mannsins hefur áður tekið upp myndbönd af þeim á leikjum City, en maðurinn hefur verið stuðningsmaður liðsins allt sitt líf.
Foden langaði því að gefa gefa þeim lúxus-upplifun á Etihad-vellinum, heimavelli City.
Enski landsliðsmaðurinn heilsaði þeim fyrir leik og einnig eftir leik, þar sem hann gaf manninum treyju og spjallaði við hann.
Maðurinn var klökkur yfir því hversu mikið Foden var til í að gera fyrir hann. Hann sagðist ætla að bjóða honum í mat heim til sín í staðinn.
Myndband af þessu fallega góðverki Foden má sjá hér að neðan.
Phil Foden. What a guy he is! 💙 pic.twitter.com/I3xQGxl4Ak
— EPL Bible (@EPLBible) September 1, 2022