Michy Batshuayi er að ganga í raðir Fenerbahce í Tyrklandi frá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea.
Hinn 28 ára gamli Batshuayi var næstum því farinn til Nottingham Forest á láni í gær. Það tókst hins vegar ekki að klára skiptin til nýliðanna áður en félagaskiptaglugganum á Englandi var skellt í lás.
Hann er hins vegar opinn viku lengur í Tyrklandi.
Batshuayi mun nú fara til Tyrklands í læknisskoðun og skrifa undir samning.
Batshuayi hefur verið á mála hjá Chelsea síðan 2016 en leikið víða á láni.