fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Lengjudeildin: HK búið að tryggja sæti sitt í efstu deild

Victor Pálsson
Föstudaginn 2. september 2022 21:13

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HK er búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni á næsta ári eftir leik við Fjölni í Kórnum í kvöld.

Um var að ræða liðin í öðru og þriðja sætinu og þurfti Fjölnir að taka stigin af HK í kvöld ef liðið ætlaði sér upp um deild.

Fjölnismenn komust yfir í leiknum í kvöld áður en Atli Arnarson jafnaði metin fyrir HK úr vítaspyrnu.

Hassan Jalloh sá hins vegar um að tryggja HK sigur með tveimur mörkum undir lok leiks og lokatölur, 3-1.

HK er með 43 stig í öðru sæti deildarinnar, tíu stigum á undan Fjölni þegar tvær umferðir eru eftir.

Einnig í kvöld vann Fylkir lið Aftureldingu 2-0 en Fylkismenn voru búnir að tryggja sæti sitt í efstu deild fyrir viðureignina.

HK 3 – 1 Fjölnir
0-1 Lúkas Logi Heimisson(‘2)
1-1 Atli Arnarson(’18, víti)
2-1 Hassan Jalloh(’80)
3-1 Hassan Jalloh(’83)

Afturelding 0 – 2 Fylkir
0-1 Benedikt Daríus Garðarsson(’23)
0-2 Benedikt Daríus Garðarsson(’39)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið