fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Á kvennalandsliðið að þurfa að líða fyrir Sinfóníutónleika á RÚV? – „RÚV hefur náttúru­lega bara sínar á­stæður fyrir þessu“

433
Föstudaginn 2. september 2022 13:02

Efstaleiti, Ríkisútvarpið, RÚV. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í kvöld. Um afar mikilvægan leik er að ræða. Leikið er á Laugardalsvelli.

Ísland er í öðru sæti undanriðilsins sem stendur, tveimur stigum á eftir Hollandi. Stelpurnar okkar eiga hins vegar eftir að leika tvo leiki en þær hollensku aðeins einn, gegn Íslandi.

Íslenska liðið getur því komið sér í kjörstöðu fyrir leikinn gegn Hollandi, sem fer fram ytra á þriðjudag, með sigri á Hvít-Rússum í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 17:30. Hefur það vakið töluverða athygli. Það þykir ansi snemma, enda háanna tími, rétt eftir vinnu hjá fólki.

Val á leiktímanum er sameiginleg ákvörðun RÚV og KSÍ, þar sem sjónvarpsrétthafinn hefur þó töluvert að segja.

„Sjón­varps­rétt­hafinn hefur, alveg sama um hvaða mót ræðir, alltaf mikið að segja um leik­tímann því rétt­hafinn er auð­vitað búinn að borga fyrir á­kveðinn sýningar­rétt og vill auð­vitað há­marka á­horfið,“ segir Ómar Smárason, deildar­stjóri sam­skipta­deildar KSÍ, í samtali við Fréttablaðið.

„Hvað þessa leiki varðar þá er þetta bara niður­staða úr sam­tali milli KSÍ og RÚV. Þar er fundið eitt­hvað jafn­vægi, á hvaða tíma það sé best fyrir RÚV og sem flesta að horfa á leikinn og á hvaða tíma sé best að leikurinn fari fram til þess að fá sem flesta á völlinn. 17:30 var bara lendingin að þessu sinni.“

Klukkan 20:15 í kvöld sýnir RÚV tónleika Sinfoníuhljómsveitar Íslands. Ómar var spurður út í hvort þetta hefði áhrif á valið.

„Ég bara veit það ekki. Það hlýtur að hafa eitt­hvað um þetta að segja. RÚV hefur náttúru­lega bara sínar á­stæður fyrir þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið