Tveir Íslendingar voru í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar í kvöld sem spilaði við Silkeborg á heimavelli.
Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar Haraldsson spiluðu báðir á miðju FCK í 1-0 heimasigri.
Ísak var tekinn af velli í síðari hálfleik en Hákon spilaði allan leikinn í sigrinum.
FCK er í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig, fjórum stigum frá toppliði Nordsjælland.
Í ensku Championship-deildinni spilaði Jóhann Berg Guðmundsson með Burnley gegn West Brom.
Jói Berg kom inná sem varamaður á 64. mínútu í 1-1 jafntefli þar sem Jay Rodriguez gerði eina mark Burnley.
Dramatíkin var mikil í þessum leik en West Brom jafnaði metin á 98. mínútu til að tryggja eitt stig.