Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, viðurkennir að hann óttist að fá stígvélið frá félaginu eftir erfiða byrjun á tímabilinu.
Villa tapaði 2-1 gegn Arsenal í ensku deildinni í gær og er það fjórða tap liðsins í deildinni til þessa.
Spilamennska Villa hefur ekki þótt heillandi og er Gerrard sagður vera ansi valtur í sessi.
Þessi fyrrum frábæri miðjumaður veit að hann er undir pressu og gæti verið rekinn mjög bráðlega ef gengið batnar ekki.
,,Auðvitað geri ég það,“ sagði Gerrard í samtali við BT Sport aðspurður að því hvort hann óttaðist sparkið.
,,Ég er mjög hreinskilinn og er minn helsti gagnrýnandi. Ef ég væri hérna segjandi að ég væri ekki áhyggjufullur þá mynduði halda að ég væri frá annarri plánetu.“