Sergio Reguilon er genginn í raðir Atletico Madrid á eins árs lánssamningi frá Tottenham.
Reguilon, sem er fyrrum leikmaður Real Madrid, eyddi tveimur tímabilum hjá Tottenham, þar sem hann spilaði alls 67 leiki.
Hann hafði hins vegar misst sæti sitt í byrjunarliðinu til Ryan Sessegnon undanfarið.
Það var ekki Reguilon sjálfur sem vakti mesta athygli er hann var kynntur til leiks hjá Atletico. Það var kærasta hans, Marta Diaz.
Diaz þykir afar hugguleg og má segja að hún hafi skotist upp á stjörnuhimininn eftir kynninguna á Reguilon. Hún vakti til að mynda mikla athygli enskra götublaða.