Chelsea hefur fengið miðjumanninn Denis Zakaria lánaðan frá Juventus út tímabilið.
Zakaria er 25 ára gamall varnarsinnaður miðjumaður og kom aðeins til Juventus fyrr á þessu ári.
Hann náði aldrei að vinna sér inn byrjunarliðssæti eftir mörg mjög góð ár hjá Borussia Monchengladbach.
Á þessu tímabili tókst Zakaria að spila tvo leiki fyrir Juventus og lék þá alls 13 á síðustu leiktíð.
Zakaria er landsliðsmaður Sviss og hefur spilað 40 leiki fyrir þjóð sína.