Kvennalið Vals mætir Slavia Prag í annari umferð undankeppni Meistaradeildarinnar Evrópu.
Leikið er tveggja leikja einvígi um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Fyrri leikurinn fer fram að Hlíðarenda 20. eða 21. september. Seinni leikurinn fer fram í Prag viku síðar.
Valur er eina íslenska liðið sem er eftir á þessu stigi keppninnar. Breiðablik datt út í fyrstu umferð.
Breiðablik fór einmitt alla leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrra.