Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur verið sektaður í annað sinn á stuttum tíma fyrir hegðun sína eftir leik við Tottenham fyrr í mánuðinum.
Tuchel var virkilega fúll eftir leik við Tottenham sem endaði 2-2 og þá sérstaklega við dómgæslu leiksins.
Anthony Taylor dæmdi þennan leik en Tuchel gaf í skyn eftir lokaflautið að Taylor ætti aldrei að fá að dæma leik Chelsea aftur.
Enska knattspyrnusambandið refsaði Tuchel í kjölfarið með hliðarlínubanni sem og 35 þúsund punda sekt.
Fyrri refsingin var vegna láta stuttu eftir leik þar sem Tuchel sást rífast harkalega við Antonio Conte, stjóra Tottenham.
Nú hefur Tuchel verið sektaður aftur um 20 þúsund pund fyrir ummælin í garð Taylor en fær ekki lengra hliðarlínubann.