Það vantaði ekki upp á dramatíkina í Kaplakrika í kvöld er FH og KA áttust við í undanúrslitum Mjólkurbikarsins.
Ljóst er að FH mun spila við Víking í úrslitaleiknum sjálfum sem er leikinn þann 1. október.
KA tók forystuna í leiknum í kvöld en Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði þegar 18 mínútur voru komnar á klukkuna.
Á 70. mínútu fékk Bryan van den Bogaert rautt spjald hjá gestunum og jafnaði FH metin fjórum mínútum síðar.
Steven Lennon gat svo komið FH yfir úr vítaspyrnu stuttu seinna en Kristijan Jajalo varði frá honum.
Davíð Snær Jóhannsson sá hins vegar um að tryggja FH sigurinn á 93. mínútu með laglegu skoti utan teigs og lokatölur, 2-1.
Eftir leikinn var mikið fagnað í beinni útsendingu á RÚV þar sem Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, var til viðtals.
RÚV byrjaði á að sína svakalegan fögnuð eftir sigurmark FH þar sem Eiður var skælbrosandi enda tilfinningarnar miklar.
,,Það sést í magann á þér!“ sagði Logi Ólafsson léttur við Eið sem skellihló af þeim ummælum.
Í kjölfarið komu ungir krakkar og fögnuðu með goðsögninni eins og myndirnar hér fyrir neðan sýna.
Bekkurinn hjá FH fagnar sigrinum pic.twitter.com/SwoUh4Iky6
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 1, 2022