Nú stendur yfir leikur FH og KA í undanúrslitum Mjólkurbikars karla.
Þegar þetta er skrifað er hálfleikur og staðan 0-1 fyrir gestina að norðan.
Twitter-notandinn Stefán Pálsson setti inn skemmtilega færslu á meðan fyrri hálfleik stóð að Friðriki Dór Jónssyni, tónlistarmanni, ganga um stressaður fyrir aftan annað markið í Kaplakrika.
Faðir hans Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH, er einnig þekktur fyrir að rölta um Kaplakrika, í kringum sjálfan leikvöllinn á meðan leikjum stendur.
Þessa skondnu færslu má sjá hér að neðan.
Þetta gengur í ættir í Krikanum! Frikki mættur í stress stance bakvið markið eins og pabbi sinn pic.twitter.com/1cfkDC3JC0
— Stefán Pálsson (@stebbipals) September 1, 2022