Bakvörðurinn Sergino Dest hefur yfirgefið Barcelona í bili og semur við AC Milan.
Frá þessu er greint í kvöld en um er að ræða 21 árs gamlan leikmann sem var áður á mála hjá Ajax.
Dest skrifar undir eins árs langan lánssamning við Milan og getur félagið keypt hann næsta sumar.
Manchester United sýndi Bandaríkjamanninum einnig áhuga en Milan hafði betur í baráttunni.