Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir atburðarrás í færslu á Twitter í dag sem hann segir vera ,,klikkuðustu sögu dagsins.“ Loka dagur félagsskiptagluggans er í dag og Bamba Dieng, leikmaður Marseille í Frakklandi hefur stolið sviðsljósinu. Þó ekki beint eins og menn myndu ætla.
Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United hafði fyrr í dag komist að samkomulagi bæði við Marseille sem og Bamba um kaup og kjör. Leikmaðurinn var á mættur á flugvöllinn, reiðubúinn að taka flugið til Englands þegar vendingar urðu í málum hans.
Forráðamenn franska liðsins Nice settu sig í samband við umboðsmann Bamba og viðruðu áhuga sinn á leikmanninum og skyndilega voru fyrirhuguð félagsskipti hans til Leeds komin á ís.
,,Bamba Dieng er á þessari stundu á flugvellinum með umboðsmanni sínum sem er bæði í viðræðum við Nice. Forráðamenn Leeds eru brjálaðir eftir að hafa náð samkomulagi við hann og Marseille fyrr í dag,“skrifaði Romano í færslu á Twitter og staðfesti stuttu seinna að Leeds hefði dregið sig úr kapphlaupinu um leikmanninn.
Bamba mun hins vegar ekki ganga í raðir Nice eftir allt þetta fíaskó en hann stóðst ekki læknisskoðun hjá franska félaginu.
Hann verður því eftir allt saman áfram hjá Marseille og spilar með liðinu allavega þar til í janúar.
Bamba Dieng has failed medical at OGC Nice after Leeds deal hijacked. It’s the most incredible story of the day. 🚨❌ #DeadlineDay
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022