James Maddison, leikmaður Leicester, svaraði stuðningsmanni liðsins í gær eftir félagaskipti Wesley Fofana.
Fofana hefur yfirgefið Leicester fyrir Chelsea og var Maddison ekki lengi að óska vini sínum til hamingju með skiptin.
Varnarmaðurinn Fofana vildi komast burt frá Leicester og fór ekki leynt með það í margar vikur.
Stuðningsmaður Leicester sakaði Maddison um vanvirðingu í garð félagsins í kjölfarið en enski landsliðsmaðurinn var ekki lengi að svara fyrir sig.
,,Það er ansi gróft að efast um mína virðingu í garð félagsins því ég óskaði liðsfélaga mínum og vini til tveggja ára góðs gengis hjá nýju félagi,“ sagði Maddison.
,,Ég skil pirringinn en ef leikmaður vill svona mikið komast burt þá er best fyrir alla aðila að hleypa því í gegn.“