Miðjumaðurinn Arthur Melo er kominn til Liverpool og gerir lánssamning út tímabilið.
Þetta er ágætis redding fyrir Liverpool sem ætlaði sér aldrei að fá miðjumann fyrr en ákvörðun var tekin um það á síðustu stundu.
Arthur er 26 ára gmaall Brasilíumaður og hefur leikið með Juventus undanfarin tvö ár en var áður hjá Barcelona.
Arthur á að baki 22 landsleiki fyrir Brasilíu en náði í raun aldrei að festa sig í sessi á Ítalíu.
Undanfarin tvö tímabil lék Arthur 42 deildarleiki fyrir Juventus og skoraði í þeim eitt mark.