Fyrr í morgun var greint frá því að miðjumaðurinn Arthur Melo væri á radarnum hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool sem sárvantar miðjumann.
Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano birti áðan myndband þar sem sjá má Melo við flugvöll á leið sinni til Liverpool þar sem gengið verður frá félagsskiptum
Búið er að semja við leikmanninn um kaup og kjör og eiga félögin nú aðeins eftir að ná saman. Arthur mun fara í læknisskoðun hjá Liverpool síðar í dag.
Brasilíumaðurinn hefur verið á mála hjá Juventus í tvö ár en þar áður var hann hjá Barcelona. Hann hefur oft á tíðum verið orðaður við Arsenal.
Here’s Arthur Melo traveling to UK right now in order to complete his move to Liverpool on loan. 🚨🔴🛩 #LFC #DeadlineDay@romeoagresti ⤵️🎥 pic.twitter.com/92aB2yJxQ2
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022