fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
433Sport

,,Klikkaðasta saga dagsins“ segir félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio – ,,Forráðamenn Leeds eru brjálaðir“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 17:33

Bamba Dieng í baráttunni með Marseille /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir atburðarrás í færslu á Twitter í dag sem hann segir vera ,,klikkuðustu sögu dagsins.“ Loka dagur félagsskiptagluggans er í dag og Bamba Dieng, leikmaður Marseille í Frakklandi hefur stolið sviðsljósinu. Þó ekki beint eins og menn myndu ætla.

Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United hafði fyrr í dag komist að samkomulagi bæði við Marseille sem og Bamba um kaup og kjör. Leikmaðurinn var á mættur á flugvöllinn, reiðubúinn að taka flugið til Englands þegar vendingar urðu í málum hans.

Forráðamenn franska liðsins Nice settu sig í samband við umboðsmann Bamba og viðruðu áhuga sinn á leikmanninum og skyndilega voru fyrirhuguð félagsskipti hans til Leeds komin á ís.

,,Bamba Dieng er á þessari stundu á flugvellinum með umboðsmanni sínum sem er bæði í viðræðum við Nice. Forráðamenn Leeds eru brjálaðir eftir að hafa náð samkomulagi við hann og Marseille fyrr í dag,“skrifaði Romano í færslu á Twitter og staðfesti stuttu seinna að Leeds hefði dregið sig úr kapphlaupinu um leikmanninn.

Bamba er því nú á leið til Nice í Frakklandi. Hreint út sagt ótrúleg atburðarrás sem á vel við á gluggadegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viðurkennir að ákvörðun Manchester United hafi verið röng

Viðurkennir að ákvörðun Manchester United hafi verið röng
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um framtíðina – „Þá munu stuðningsmenn gleyma þér“

Opnar sig um framtíðina – „Þá munu stuðningsmenn gleyma þér“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fullyrt að Liverpool sé tilbúið að selja þessa fimm leikmenn í sumar

Fullyrt að Liverpool sé tilbúið að selja þessa fimm leikmenn í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Elmar Atli játar að hafa brotið reglur um veðmál og bíður eftir dómi frá KSÍ

Elmar Atli játar að hafa brotið reglur um veðmál og bíður eftir dómi frá KSÍ
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

FH sendir „B-liðið“ til Akureyrar í kvöld – „Boginn hefur ekkert með þetta að gera“

FH sendir „B-liðið“ til Akureyrar í kvöld – „Boginn hefur ekkert með þetta að gera“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Manchester United staðfestir að byggja eigi 100 þúsund manna völl – Svona verður hann

Manchester United staðfestir að byggja eigi 100 þúsund manna völl – Svona verður hann
433Sport
Í gær

Er í áfalli og segir þrjá blaðamenn ljúga – Konan hélt ekki framhjá honum

Er í áfalli og segir þrjá blaðamenn ljúga – Konan hélt ekki framhjá honum
433Sport
Í gær

City opnar samtalið við umboðsmanninn en Real og Bayern bíða á kantinum

City opnar samtalið við umboðsmanninn en Real og Bayern bíða á kantinum