James Garner er genginn í raðir Everton frá Manchester United á lokadegi félagaskiptagluggans.
Þetta var staðfest í kvöld en Garner skrifar undir fjögurra ára samning á Goodison Park.
Everton hefur ekki gert mikið í glugganum í sumar en Garner kostar liðið 15 milljónir punda.
Garner er 21 árs gamall og spilaði með Nottingham Forest á láni á síðustu leiktíð.
Hann á að baki sjö leiki fyrir aðallið Man Utd á sínum ferli.