Leicester 0 – 1 Manchester United
0-1 Jadon Sancho(’23)
Það var einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en spilað var á King Power vellinum í Leicester.
Fjörið var ekkert stórkostlegt í þessum leik en Manchester United heimsótti þar heimamenn í Leicester.
Leicester hefur byrjað tímabilið virkilega illa og varð engin breyting á því í kvöld í heimatapi.
Jadon Sancho sá um að tryggja Man Utd sigur í leiknum og skoraði þegar 23 mínútur voru komnar á klukkuna.
Annar sigur Man Utd í röð staðreyhnd en Leicester er í botnsætinu með aðeins eitt stig.