Miðjumaðurinn Leander Dendoncker er genginn í raðir Aston Villa og kemur til félagsins frá Wolves.
Þetta var staðfest í kvöld en Dendoncker kostar Villa 13 milljónir punda á lokadegi gluggans.
Um er að ræða 27 ára gamlan belgískan landsliðsmann sem spilaði yfir 150 leiki fyrir Wolves á sínum ferli þar.
Dendoncker er nokkuð fjölhæfur leikmaður og getur einnig spilað í þriggja manna varnarlínu.