Samningi Martin Braithwaite hjá Barcelona hefur loks verið rift. Félagið staðfestir þetta.
Barcelona hefur í allt sumar reynt að losna við Braithwaite sem átti inni laun hjá félaginu og hefur hingað til neitað að fara annað fyrr en þau eru borguð.
Stuðningsmenn sem og aðrir tengdir Barcelona hafa í raun lagt Braithwaite í einelti og áreitt hann vegna þess að hann vill fá laun sín borguð.
Nú er Braithwaite loks farinn.
Hann mun nú skrifa undir þriggja ára samning við Espanyol, samkvæmt félagaskiptasérfræðingnum Fabrizio Romano.
Braithwaite hafði verið á mála hjá Barcelona frá því í febrúar 2020.
Agreement to terminate Martin Braithwaite's contract with FC Barcelona
— FC Barcelona (@FCBarcelona) September 1, 2022