Daniel James er genginn í raðir Fulham og gerir lánssamning við félagið út tímabilið.
Þetta var staðfest nú rétt í þessu en James kemur til Fulham frá Leeds.
Til þessa hefur James spilað fjóra leiki fyrir Leeds í ensku deildinni en hann kom til liðsins frá Manchester United í fyrra.
Um er að ræða virkilega snöggan kantmann sem er 24 ára gamall og landsliðsmaður Wales.