Chelsea hefur fengið mikinn liðsstyrk fyrir komandi átök í vetur en félagið hefur samið við Pierre Emerick Aubameyang.
Aubameyang er enskum knattspyrnuaðdáendum kunnur en hann lék lengi vel með Arsenal við góðan orðstír.
Þaðan fór Aubameyang til Barcelona fyrr á þessu ári og skoraði 11 deildarmörk í 18 leikjum.
Eftir komu Robert Lewandowski var Aubameyang frjálst að fara annað og er mættur til London.
Aubameyang er 33 ára gamall og skoraði 68 mörk í deild fyrir Arsenal í 128 leikjum.
Hann skrifar undir tveggja ára samning.