Sky Sports og David Ornstein greina frá því að forráðamenn Arsenal íhugi nú kaup á Douglas Luiz, miðjumanni Aston Villa en sá skoraði einmitt í viðureign liðanna í gær sem lauk með 2-1 sigri Arsenal. Luiz skoraði beint úr hornspyrnu.
Talið er að Arsenal myndi þurfa að bjóða í kringum 20 milljónir punda í leikmanninn en miðsvæðið hjá Arsenal hefði gott af því að fá auka breidd. Samningur Luiz rennur út eftir yfirstandandi tímabil.
Luiz er 24 ára gamall miðjumaður frá Brasilíu upphafleg staða Aston Villa var sú að leikmaðurinn myndi ekki fara frá félaginu í glugganum en hann er sjálfur sagður hafa þrýst á félagið og greint forráðamönnum þess frá því að hann vildio fara.
Chelsea er einnig sagt hafa áhuga á kappanum.
🚨 Arsenal making offer for Aston Villa midfielder Douglas Luiz. #AVFC adamant 24yo Brazil int’l not for sale, but it’s understood he wants to leave & #AFC exploring if it’s possible before deadline. W/ @gunnerblog @greggevans40 @TheAthleticUK #DeadlineDay https://t.co/RlgWh2gWIp
— David Ornstein (@David_Ornstein) September 1, 2022