Sunderland hefur verið í viðræðum við Manchester United um að fá vængmanninn Amad Diallo í sínar raðir.
The Athletic greinir frá þessu en Diallo er 20 ára gamall og virðist ekki vera í myndinni hjá Erik ten Hag, stjóra Man Utd.
Diallo hefur ekki verið hluti af leikmannahóp enska liðsins í sumar og gæti verið fáanlegur á láni.
Það er hugmynd Sunderland að fá leikmanninn lánaðan út tímabilið en hann lék með Rangers á láni á síðustu leiktíð.
Diallo var keyptur til Man Utd fyrir tvemur árum síðan frá Atalanta og kostaði 37 milljónir punda.