Nokkrir leikmenn Manchester United fóru til Ralf Rangnick á æfingasvæði félagsins í febrúar og óskuðu eftir því að fyrirliðabandið yrði tekið af Harry Maguire.
Rangnick tók við sem bráðabirgðastjóri United í lok síðasta árs og stýrði liðinu út tímabilið. Rauðu djöflarnir höfnuðu í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og ollu miklum vonbrigðum.
Þá var talað um að stemningin í klefanum væri afar slæm. Það er einmitt vegna þess sem Cristiano Ronaldo, Raphael Varane, Paul Pogba og fleiri leikmenn United fóru á fund Rangnick og sögðu Maguire hluta af vandamálinu.
Þeir fengu hins vegar þau svör frá Rangnick að það væri óviðeigandi að tala um Maguire, þar sem hann væri ekki á staðnum.
Ræða þeirra Ronaldo og félaga til Rangnick hefur ekki skilað tilætluðum árangri, en Maguire var fyrirliði United út leitkíðina og er það enn í dag.