fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Nýliðarnir að sækja tvö stór nöfn

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 11:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulham er að vinna í því að styrkja sig fyrir lok félagaskiptagluggans annað kvöld. Félagið er að bæta við sig tveimur leikmönnum. Sky Sports segir frá.

Líkt og greint var frá í gær er Brasilíumaðurinn Willian að ganga til liðs við Fulham eftir að hafa yfirgefið Corinthians í heimalandinu. Hann stóðst læknisskoðun í morgun.

Willian hefur mikla reynslu af því að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann lék um árabil með Chelsea, auk þess að vera hjá Arsenal á þarsíðustu leiktíð.

Hann mun skrifa undir eins árs samning við Fulham og verður það tilkynnt opinberlega í dag.

Þá er vinstri bakvörðurinn Layvin Kurzawa á leið til Fulham frá Paris Saint-Germain. Frakkinn á tvö ár eftir af samningi sínum við PSG og mun skrifa undir eins árs lánssamnning við nýliða Fulham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum