fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Ný ummæli Ten Hag að staðfesta að Ronaldo verði áfram?

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir þann hóp sem hann er nú með í höndunum vera hópinn sem hann muni notast við þar til næsti félagaskiptagluggi opnar í janúar.

United er að ganga frá kaupum á Antony frá Ajax. Þá er Martin Dubravka að koma frá Newcastle. Verða það líklega síðustu kaup sumarsins hjá Rauðu djöflunum. Félagið hafði verið orðað við Sergino Dest, hægri bakvörð Barcelona og fleiri.

Það stefnir þó ekki í það að hann komi þar sem hægri bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka ætlar að vera áfram hjá United.

„Auðvitað verður Aaron Wan-Bissaka áfram. Þetta er hópurinn sem við verðum með fram í janúar hið minnsta,“ segir Ten Hag.

Hann útilokaði þó ekki að sækja leikmann ef stórt tækifæri gæfist. „Þegar það kemur stórt tækifæri þá þarf maður alltaf að vera vakandi hjá þessu risafélagi.“

Það er spurning hvort ummæli Ten Hag þýði að Cristiano Ronaldo verði áfram hjá United. Hann hefur verið orðaður burt í allt sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið