Breiðablik 0 – 3 Víkingur R.
0-1 Erlingur Agnarsson(‘5)
0-2 Karl Friðleifur Gunnarsson(‘8)
0-3 Erlingur Agnarsson(’20)
Víkingur Reykjavík er komið í úrslitaleik Mjólkurbikars karla eftier leik við Breiðablik í kvöld.
Víkingar kláruðu þennan leik í fyrri hálfleik en staðan eftir 20 mínútur var 3-0 fyrir gestunum.
Erlingur Agnarsson gerði fyrsta markið fyrir Víking en þá voru aðeins fimm mínútur komnar á klukkuna.
Karl Friðleifur Gunnarsson og Erlingur sjálfur bættu svo við mörkum fyrir Víking sem vann að lokum 3-0 sigur.
Hinn undanúrslitaleikurinn er á morgun er FH og KA mætast í Kaplakrika klukkan 17:00.