Leeds ætlar að taka þátt í kapphlaupinu um kantmanninn Cody Gakpo hjá PSV. Sky Sports segir frá.
Hinn 23 ára gamli Gakpo hefur verið sterklega orðaður við Southampton undanfarið. PSV hafnaði tilboði enska félagsins upp á 21 milljón punda á dögunum og vill 25.
Þó svo að Leeds sé komið í kapphlaupið eru æðstu menn hjá Southampton enn bjartsýnir á að Gakpo muni spila á St. Mary’s á næstu leiktíð.
Daniel James, kantmaður Leeds, hefur verið orðaður við Tottenham undanfarið. Ekki er vitað að svo stöddu hvort það sé ástæðan fyrir því að félagið hafi nú áhuga á Gakpo.
Leeds er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, með átta stig eftir fimm leiki. Southampton er í sjöunda sæti með sjö stig, eftir jafnmarga leiki.