Víkingur Reykjavík er komið í úrslitaleik Mjólkurbikars karla eftier leik við Breiðablik í kvöld.
Víkingar kláruðu þennan leik í fyrri hálfleik en staðan eftir 20 mínútur var 3-0 fyrir gestunum.
Davíð Ingvarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Víking er hann varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark fyrir Blika.
Karl Friðleifur Gunnarsson og Erlingur Agnarsson bættu svo við mörkum fyrir Víking sem vann að lokum 3-0 sigur.
Erlingur ræddi við RÚV eftir leikinn þar sem ummæli hans hafa vakið töluverða athygli.
,,Það kæmi mér ekkert á óvart, miðað við hvernig þeir hafa verið í gegnum tíðina þá gætu þeir brotnað núna,“ sagði Erlingur um andlega hlið Blika.
Blikar eru úr leik í bikarnum en þó enn með þægilega forystu í Bestu deildinni þegar stutt er eftir.
Kristján Óli Sigurðsson bendir á þetta viðtal á Twitter.
Horfið á þetta leikmenn Blika og það oft. Takk. pic.twitter.com/GpI0d0uVdE
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 31, 2022