Justin Kluivert mun ekki ganga í raðir Fulham fyrir gluggalok eins og lengi var búist við.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn David Ornstein en hann vinnur hjá the Athletic sem er afar virtur miðill.
Fulham hefur elst við Kluivert í dágóðan tíma en hann fær ekki atvinnuleyfi á Englandi og verður ekkert úr skiptunum.
Kluivert átti að koma til Fulham upphaflega á láni en gat félagið svo keypt hann endanlega næsta sumar.
Kluivert er samningsbundinn Roma en er ekki inni í myndinni hjá Jose Mourinho, stjóra Roma.