fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Óstöðvandi Haaland gerði þrennu – Sigurmark á Anfield á 98. mínútu

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 20:58

Haaland og Guardiola.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var líf og fjör í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en fimm leikir voru spilaðir og voru stórlið í eldlínunni.

Erling Haaland raðar inn mörkum fyrir Manchester City þessa dagana og skoraði þrennu í kvöld er liðið mætti Nottingham Forest.

Haaland skoraði þrennu í fyrri hálfleik og bættu þeir Joao Cancelo og Julian Alvarez við mörkum í seinni hálfleik.

Arsenal vann Aston Villa á sama tíma 2-1 þar sem Gabriel Jesus var á meðal markaskorara.

Gabriel Martinelli reyndist þó hetja Arsenal í þessum leik og skoraði sigurmark liðsins á 77. mínútu.

Liverpool vann gríðarlega dramatískan sigur á Newcastle þar sem staðan var jöfn, 1-1 þar til á 98. mínútu leiksins.

Roberto Firmino gerði jöfnunarmark Liverpool eftir að nýliðinn Alexander Isak hafði komið gestunum yfir.

Það var svo hinn ungi Fabio Carvalho sem tryggði sigur þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og dramatíkin uppmáluð á Anfield.

West Ham og Tottenham skildu þá jöfn 1-1 sem og Bournemouth og Wolves en ekkert mark var skorað í þeirri viðureign.

Manchester City 6 – 0 Nott. Forest
1-0 Erling Haland(’12)
2-0 Erling Haland(’23)
3-0 Erling Haland(’38)
4-0 Joao Cancelo(’50)
5-0 Julian Alvarez(’65)
6-0 Julian Alvarez(’87)

Liverpool 2 – 1 Newcastle
0-1 Alexander Isak(’38)
1-1 Roberto Firmino(’61)
2-1 Fabio Carvalho(’98)

Arsenal 2 – 1 Aston Villa
1-0 Gabriel Jesus(’30)
1-1 Douglas Luiz(’74)
2-1 Gabriel Martinelli(’77)

West Ham 1 – 1 Tottenham
0-1 Thilo Kehrer(’34, sjálfsmark)
1-1 Tomas Soucek(’55)

Bournemouth 0 – 0 Wolves

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir

Ekki skorað í 15 leikjum í röð og stuðningsmenn eru orðnir áhyggjufullir
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Van Dijk fékk svakalega launahækkun

Van Dijk fékk svakalega launahækkun
433Sport
Í gær

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið

Brady neitaði að árita treyju Barcelona – Sjáðu myndbandið