fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
433Sport

Ekki útilokað að Tielemans endi hjá Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 14:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal hefur enn áhuga á Youri Tielemans, miðjumanni Leicester. Sky Sports segir frá.

Tielemans hefur verið orðaður við Arsenal töluvert í sumar. Félagið hefur ekki boðið í hann nýlega en er talið hafa boðið of litla fjárhæð í hann fyrr í sumar.

Líklegasta niðurstaðan er að belgíski miðjumaðurinn verði áfram hjá Leicester á þessari leiktíð.

Tielemans á þó aðeins eitt ár eftir af samningi sínum. Er Leicester talið tilbúið að selja hann ef tilboð upp á 25 milljónir punda berst. Leikmaðurinn gæti annars farið frítt næsta sumar.

Arsenal er í vandræðum á miðsvæðinu þessi misserin. Thomas Partey er meiddur og einnig Mohamed Elneny. Tielemans gæti því leyst vandræðin.

Arsenal taka á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Skytturnar eru á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Snýr Mourinho aftur?

Snýr Mourinho aftur?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Nafngreina manninn sem skallaði öryggisvörð: Stöðvaður er hann pissaði utandyra – Missti alla stjórn á fimmtugsafmælinu

Nafngreina manninn sem skallaði öryggisvörð: Stöðvaður er hann pissaði utandyra – Missti alla stjórn á fimmtugsafmælinu
433Sport
Í gær

Amorim virðist skjóta á sóknarmenn United – ,,Sé bara einn sem er góður í teignum“

Amorim virðist skjóta á sóknarmenn United – ,,Sé bara einn sem er góður í teignum“
433Sport
Í gær

Steinhissa þegar 100 Spánverjar mættu til landsins – Fylgjast með á vinsælli YouTube síðu

Steinhissa þegar 100 Spánverjar mættu til landsins – Fylgjast með á vinsælli YouTube síðu
433Sport
Í gær

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“

Hefði Real gert betur með 35 ára gamlan mann í framlínunni? – ,,Erum ekki með leikmann eins og hann“
433Sport
Í gær

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar

Búnir að ákveða að kaupa goðsögnina fyrir 5 milljónir í sumar